Þrjú verkefni á Akureyri hljóta styrki úr Þróunarsjóði innflytjendamála

Þrjú verkefni á Akureyri hljóta styrki úr Þróunarsjóði innflytjendamála

Úthlutað hefur verið úr Þróunarsjóði innflytjendamála fyrir árið 2025, alls hlutu 28 verkefni styrki að heildarupphæð 70 milljónir króna. Athöfnin fór fram í morgun á fundinum Innflytjendur og samfélagið sem innflytjendaráð stóð fyrir í tilefni af alþjóðlega mannréttindadeginum.

Meðal styrkþega voru þrír aðilar á Akureyri sem hlutu styrki til fjölbreyttra verkefna. Akureyrarbær fékk úthlutað 5 milljónum króna til verkefnisins Frístundaþátttaka ungmenna á framhaldsskólaaldri af erlendum uppruna.

Þá hlaut Markus Meckl, prófessor við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, 5 milljóna króna styrk til verkefnisins Icelandic Centre for Immigration Research. Birgir Guðmundsson, prófessor við sömu deild, tók við styrknum fyrir hönd Markusar.

Jafnframt hlaut Amtsbókasafnið á Akureyri styrk úr sjóðnum fyrir verkefnið Fjölmenningarlegt kosningakaffi.

Styrkirnir voru afhentir af Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Tomasz Chrapek að viðstöddum fjölmörgum gestum.

COMMENTS