Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði göngumanni í sjálfheldu fyrir ofan Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit um eittleytið í dag. RÚV greindi frá. Maðurinn var orðinn kaldur og hrakinn. Aðgerðin gekk hratt fyrir sig en þyrlan var á svæðinu vegna æfingar og þátttöku í flugdegi á Akureyri.


COMMENTS