Tilnefningar til Böggubikarsins 2025Ljósmynd/KA

Tilnefningar til Böggubikarsins 2025

Böggubikarinn verður afhentur í tólfta sinn á 98 ára afmælishátíð KA sem fram fer sunnudaginn 11. janúar klukkan 16:30, líkt og áður kom fram á vef Kaffisins.  Böggubikarinn er veittur í minningu Sigurbjargar Níelsdóttur, Böggu, sem fædd var þann 16. júlí 1958 og lést þann 25. september 2011. Bróðir Böggu, Gunnar Níelsson, er verndari verðlaunanna en þau voru fyrst afhend árið 2015 á 87 ára afmæli KA. Bikarinn heiðrar efnilega iðkendur, pilt og stúlku, á aldrinum 16-19 ára sem skara fram úr í sinni grein og eru jafnframt sterkar félagslegar og góðar fyrirmyndir.

Tilnefningar karla:

  • Antoni Jan Zurawski (Blak): Fastamaður í meistaraflokki sem vann alla titla ársins. Var valinn besti liðsfélaginn á lokahófi deildarinnar.
  • Patrekur Páll Pétursson (Fimleikar): Landsliðsmaður í drengjalandsliði og fyrirmynd sem sinnir þjálfun yngri iðkenda af alúð.
  • Úlfar Örn Guðbjargarson (Handknattleikur): Efnilegur markvörður sem hefur verið að vinna sig inn í meistaraflokk og þykir til fyrirmyndar utan vallar.
  • Þórir Hrafn Ellertsson (Knattspyrna): Fyrirliði 2. flokks sem náði góðum árangri í Evrópukeppni, auk þess að vera virkur sjálfboðaliði í starfi félagsins.

Tilnefningar kvenna:

  • Bergrós Ásta Guðmundsdóttir (Handknattleikur): Lykilmaður í liði KA/Þórs og fastamaður í U-19 ára landsliði Íslands.
  • Bríet Jóhannsdóttir (Knattspyrna): Byrjunarliðsmaður hjá Þór/KA og U-19 ára landsliðskona sem þykir sérstaklega góður liðsfélagi.
  • Sóldís Júlía Sigurpálsdóttir (Blak): Vann alla titla með meistaraflokki KA á árinu og er landsliðskona í bæði inniblaki og strandblaki.

Nánar á vef KA.

COMMENTS