Knattspyrnufélag Akureyrar fagnar 98 ára afmæli sínu sunnudaginn 11. janúar 2025 með hátíðlegri athöfn í KA-heimilinu klukkan 16:30. Við það tilefni verða íþróttakarl og íþróttakona KA fyrir árið 2025 tilkynnt.
Þetta er í sjötta sinn sem verðlaun eru veitt í tveimur flokkum. Efstu þrír einstaklingar í kjörinu hljóta Formannabikarinn en sú hefð var sett á laggirnar af Hermanni Sigtryggssyni fyrir tæpum þremur áratugum. Fyrrverandi formenn félagsins munu afhenda bikarana.
Tilnefningar til íþróttakonu KA 2025:
- Anna Þyrí Halldórsdóttir (Handknattleiksdeild): Lykilmaður og leiðtogi í liði KA/Þórs sem sigraði Grilldeildina. Var valin varnarmaður ársins í deildinni.
- Drífa Ríkarðsdóttir (Lyftingadeild): Átti gott ár á alþjóðavettvangi, hafnaði í 11. sæti á EM og 22. sæti á HM í klassískum kraftlyftingum.
- Julia Bonet Carreras (Blakdeild): Íslands-, bikar- og deildarmeistari með KA. Var stigahæst í efstu deild og valin besti erlendi leikmaðurinn.
- Margrét Árnadóttir (Knattspyrnudeild): Fjölhæfur leikmaður Þórs/KA sem einkennist af vinnusemi og metnaði. Öflug fyrirmynd innan sem utan vallar.
Tilnefningar til íþróttakarls KA 2025:
- Alex Cambray (Lyftingadeild): Fjórfaldur Íslandsmeistari og formaður deildarinnar. Vann silfur í hnébeygju á EM og setti þrjú Íslandsmet á árinu.
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson (Handknattleiksdeild): Markahæsti leikmaður Olísdeildarinnar og valinn í æfingahóp A-landsliðsins fyrir EM 2026.
- Hallgrímur Mar Steingrímsson (Knattspyrnudeild): Markahæsti og leikjahæsti leikmaður KA frá upphafi. Var markahæstur í liðinu í sumar og valinn í lið ársins.
- Sólon Sverrisson (Fimleikadeild): Afreksmaður sem keppti fyrir hönd Íslands á Norður-Evrópumóti með karlalandsliðinu.
- Zdravko Kamenov (Blakdeild): Uppspilari og lykilmaður í liði KA sem vann alla stóru titlana. Valinn besti erlendi leikmaðurinn og besti maður bikarúrslitaleiksins.
Nánar á vef KA.



COMMENTS