Eldur kom upp á bænum Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit í morgun. Slökkvilið hefur slökkt eld sem kom upp í kaffi- og tæknirými við hliðina á fjósi. Að sögn Gunnars Rúnars Ólafssonar slökkviliðsstjóra við RÚV tókst að koma í veg fyrir að eldurinn dreifðist yfir í fjósið, þar sem um 150 gripir voru.
Engum skepnum varð meint af. Mikill eldur og reykur var á staðnum þegar slökkvilið mætti, en reykkafarar slökktu eldinn fljótt. Verið er að nota dróna til að leita að glæðum í þakinu.


COMMENTS