Tónlistarhátíðin Berjadagar í Ólafsfirði 15.-16. ágúst

Tónlistarhátíðin Berjadagar í Ólafsfirði 15.-16. ágúst

Tónlistarhátíðin Berjadagar fer fram í Ólafsfirði helgina 15.-16. ágúst næstkomandi með fjölbreyttri dagskrá í kirkjunni og Brimsölum.

Dagskrá:

  • Föstudagur kl. 11:00, Ólafsfjarðarkirkja:
    • „Bach í bítið“ – Ólöf Sigursveinsdóttir leikur á barokkselló. Boðið upp á kaffi og ostaköku.
  • Föstudagur kl. 19:00, Brimsalir:
    • „Nonnakvöld“ – Flygill Jóns Þorsteinssonar vígður með fjöldasöng og gleði. Fram koma Sellósveitin Sólstafir, Sigrún Valgerður Gestsdóttir sópran, Sigursveinn Magnússon píanóleikari o.fl. Súpa í boði fyrir gesti.
  • Laugardagur (tímasetning auglýst síðar):
    • Fjallganga í Rauðskörð á vegum Ferðafélagsins Trölla.
  • Laugardagur kl. 20:00, Ólafsfjarðarkirkja:
    • „Hafgúa, marfólk og dísir“ – Tenórinn Elmar Gilbertsson, Einar Bjartur Egilsson á píanó og Ólöf Sigursveinsdóttir á selló flytja sönglög og sellókonsert Elgars.

Miðasala er á tix.is og við innganginn. Stakur miði kostar 3.500 kr. en hátíðarpassi á alla tónleika er á 6.000 kr.

Nánari upplýsingar á berjadagar.is.

COMMENTS