Tónlistarhátíðin Grasrót haldin í annað sinn

Tónlistarhátíðin Grasrót haldin í annað sinn

Tónlistarhátíðin Grasrót verður haldin í annað sinn dagana 16. og 17. maí næstkomandi í Hlöðunni í Litla Garði á Akureyri. Tilefnið er einfaldlega að koma á framfæri grasrótar- hljómsveitum og tónlistarmönnum. Í ár var ákveðið að stækka hátíðina ásamt því að fá til hennar gesti að sunnan. Hún mun standa yfir í 2 daga og munu 9 hljómsveitir koma fram; Ari Orrason, Á Geigsgötum, Davíð Máni, Dream The Name, Geðbrigði, Hugarró, Jói Bjarki, Melodí, og SÓT.

Andrea Gylfa (Todmobile) mun setja hátíðina og á hljóðinu verður Ágúst Örn Pálsson. Á hátíðinni verða til sölu límmiðar og bolir sem renna beint í sjóð til næstu Grasrótar. Bjarki Höjgaard sá um alla hönnun myndefnis hátíðarinnar: https://www.instagram.com/bjarkiart/

Miðasala fer fram annars vegar með því að senda skilaboð (e. direct message) á Hljómbað á instagram: https://www.instagram.com/hljombad/

Eða við hurð, þar sem einungis verða í boði stakir miðar á hvert kvöld. Stakur miði (eitt kvöld): 3.990 kr Festival pass (bæði kvöldin): 5.990 kr

COMMENTS