Tryggvi Snær Hlinason úr Þingeyjarsveit hafnaði í þriðja sæti í kjöri Íþróttamanns ársins 2025. Tryggvi hlaut 211 stig í kjörinu sem var tilkynnt við athöfn Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í Hörpu þann 3. janúar.
Tryggvi var besti leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik bæði í undankeppni og úrslitakeppni Evrópumótsins. Einnig varð hann Evrópubikarmeistari með spænska liðinu Bilbao og síðar á árinu var hann gerður fyrirliði liðsins.
Eygló Fanndal Sturludóttir var valin Íþróttamaður ársins 2025 og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafnaði í öðru sæti.


COMMENTS