Ritstjórar tveggja nýútgefna bóka um annars vegar Jón Trausta, skáldaheiti Guðmundar Magnússonar, og hins vegar Drífu Viðar, verða með kynningu á verkunum í Eymundsson í Hafnarstræti á Akureyri föstudaginn 12. desember klukkan 17.
Í bókinni Höfundur verður til: Frá Guðmundi Magnússyni til Jóns Trausta fjalla átta fræðimenn og rithöfundar um ljóð, leikrit, skáldsögur, myndverk og ritgerðir Guðmundar og varpa ljósi á uppruna hans, umhverfi og æviferil. Ritstjórar eru Ásta Kristín Benediktsdóttir og Guðrún Nordal.
Bókin Drífa Viðar: Málari, rithöfundur, gagnrýnandi, baráttukona gefur innsýn í líf og listir Drífu og er ritstýrt af Auði Aðalsteinsdóttur, Elísabetu Gunnarsdóttur og Kristínu Guðrúnu Jónsdóttur. Drífa Viðar var myndlistarmaður, rithöfundur og gagnrýnandi og eftir hana liggja fjölmörg og fjölbreytt verk.
Það verða léttar veitingar í boði og tilboðsverð á bókunum.


COMMENTS