Um 22 þúsund gestir í aðdraganda jóla í Hofi

Um 22 þúsund gestir í aðdraganda jóla í Hofi

Viðburðahald hefur verið líflegt hjá Menningarfélagi Akureyrar undanfarnar vikur. Frá því í lok nóvember hafa 56 viðburðir farið fram í Hofi og Samkomuhúsinu, allt frá tónleikum til leiksýninga.

Alls hafa hátt í 17.000 gestir sótt Hof heim frá 23. nóvember og um 3.500 gestir komið í Samkomuhúsið. Þá hafa um 600 manns sótt tónleika Tónlistarskólans á Akureyri.

Meðal viðburða fram undan eru útskrift Verkmenntaskólans á Akureyri, Áramótaskop Ara Eldjárns og sýningar á barnaleikritinu Jóla-Lólu milli jóla og nýárs. Gestahópurinn samanstendur að mestu af íbúum á Norður- og Austurlandi en einnig gestum af höfuðborgarsvæðinu og úr Húnavatnssýslum.

COMMENTS