Félagið Ung Framsókn NA var stofnað á kraftmiklum fundi síðastliðinn miðvikudag. Með stofnun félagsins verður til sameiginlegur vettvangur ungs Framsóknarfólks í Norðausturkjördæmi. „Mikil tilhlökkun er í hópnum fyrir að láta að sér kveða og verður þar fyrsta stóra verkefnið sveitarstjórnarkosningar í vor. Félagið mun standa fyrir fjölbreyttum viðburðum víða um kjördæmið í aðdraganda þeirra,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
Í stjórn félagsins sem kosin var á fundinum er að finna fólk með mikla reynslu úr félagsmálum í bland við nýliða. Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson var kjörinn formaður, Ólöf Rún Pétursdóttir varaformaður og Steinar Óli Sigfússon ritari.
Aðalstjórn skipa þau:
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, formaður (Akureyri)
Ólöf Rún Pétursdóttir, varaformaður (Akureyri)
Steinar Óli Sigfússon, ritari (Akureyri)
Bergvin Þórir Bernharðsson (Akureyri)
Elfa Sif Kristjánsdóttir (Fjallabyggð)
Elmar Ægir Eysteinsson (Norðurþing)
Jana Sól Ísleifsdóttir (Dalvíkurbyggð)
Skúli Bragi Geirdal (Akureyri)
Þuríður Lillý Sigurðardóttir (Fjarðabyggð)
Varastjórn skipa þeir:
Jón Kort Ólafsson (Fjallabyggð)
Sveinn Brimar Jónsson (Akureyri)


COMMENTS