Stjórn Íshokkísambands Íslands hefur útnefnt þau Unnar Hafberg Rúnarsson og Sunnu Björgvinsdóttur sem íshokkífólk ársins 2025. Bæði koma þau frá Skautafélagi Akureyrar.
Unnar Hafberg Rúnarsson er lykilleikmaður Skautafélags Akureyrar. Hann var stigahæsti og jafnframt valinn besti leikmaður íslenska landsliðsins á síðasta heimsmeistaramóti. Unnar lék um árabil í Svíþjóð en snéri aftur heim árið 2022 og hefur alls spilað 46 landsleiki.
Sunna Björgvinsdóttir leikur með HV71 í sænsku úrvalsdeildinni (SDHL). Hún er fyrirliði íslenska landsliðsins og var stigahæsti leikmaður liðsins á síðasta heimsmeistaramóti. Sunna hefur leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð frá árinu 2019 og á að baki 49 landsleiki.
Nánar á vef ÍHÍ.


COMMENTS