Vann stórvinning í gjafaleik Ormsson og HTHGuðmundur Ágúst Svavarsson ráðgjafi hjá HTH (til vinstri), Sóley Úlfarsdóttir sigurvegari (í miðju), Matthías Ólafsson verslunarstjóri á Akureyri

Vann stórvinning í gjafaleik Ormsson og HTH

Nýverið opnuðu Ormsson og HTH glæsilega verslun á Norðurtorgi, Akureyri.  Viðtökurnar hafa verið frábærar og hefur fjöldi gesta lagt leið sína í nýju verslunina á undanförnum vikum. Í tilefni opnunarinnar var efnt til skemmtilegs gjafaleikjar þar sem þátttakendur áttu þess kost að vinna glæsilega vinninga. Leikurinn vakti mikla lukku meðal heimamanna og tóku hátt í þrjú þúsund manns þátt enda til mikils að vinna.

Nú hefur verið dregið í leiknum og var það Sóley Úlfarsdóttir sem hlaut aðalvinninginn, glæsilega eldhúsinnréttingu frá HTH að verðmæti allt að 1.500.000 króna. Að sögn Sóleyjar kemur vinningurinn sér einstaklega vel þar sem hún stendur einmitt í framkvæmdum um þessar mundir.

Auk hennar voru þrír aðrir heppnir vinningshafar dregnir út í leiknum: Gunnar Líndal vann 50″ Samsung Frame sjónvarp, Sigrún Svavarsdóttir fékk Nutribullet blandara og Ragnar Hólm vann Nintendo tölvuleik að eigin vali.

„Við viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt í leiknum og óskum vinningshöfum innilega til hamingju,“ segir Hjalti Jónsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Ormsson og HTH. 

COMMENTS