Nýársmót Brettadeildar Skíðafélags Akureyrar (SKA) fór fram við Skautahöllina í gærkvöldi við góðar undirtektir. Mbl.is greindi fyrst frá viðburðinum og þeim áskorunum sem mótshaldarar stóðu frammi fyrir vegna snjóleysis en flytja þurfti snjó á svæðið á vörubílspöllum og brjóta upp klaka með vinnuvélum til að gera mótið mögulegt.
Rúmlega 100 manns, keppendur og áhorfendur, mættu á svæðið en keppendur voru rúmlega 50 talsins og komu víðsvegar að af landinu. Brettakapparnir Eiki og Halldór Helgasynir mættu á svæðið og veittu þátttakendum innblástur.
Keppt var með svokölluðu „Street Jam“ sniði þar sem verðlaun voru veitt fyrir bestu tilþrifin jafnóðum. Jökull Bergmann sigraði í karlaflokki og Alís Helga Daðadóttir í kvennaflokki, þau eru bæði félagar í SKA. Boðið var upp á tónlist og veitingar í boði styrktaraðila mótsins.


COMMENTS