Alþjóðlega veitingakeðjan Wok to Walk opnaði um helgina fjórða veitingastað sinn á Íslandi á Glerártorgi. Wok to Walk rekur yfir eitt hundrað veitingastaði í mörgum helstu stórborgum heims í 18 löndum, þar á meðal London, Amsterdam, Las Vegas og Barcelona.
Fyrsti Wok to Walk veitingastaðurinn opnaði á Íslandi í desember 2024 og í dag eru staðirnir þrír á höfuðborgarsvæðinu. Einar Örn Einarsson er framkvæmdastjóri Wok to Walk á Íslandi.
Við teljum að Iðunn Mathöll og Glerártorg sé besta mögulega staðsetning fyrir Wok to Walk á Akureyri. Ég er ótrúlega spennt yfir því að koma með þennan holla og frábæra asíska skyndibita í minn heimabæ” segir Ársún Nicole Kanan Guðmundsdottir, meðeigandi Wok to Walk á Akureyri, í tilkynningu frá Glerártorgi.


COMMENTS