Yfir 4.000 gestir á jólahlaðborðum MúlabergsMynd/Múlaberg

Yfir 4.000 gestir á jólahlaðborðum Múlabergs

Jólavertíðin 2025 var sú stærsta frá upphafi hjá veitingastaðnum Múlabergi. Aldrei hafa fleiri sótt jólahlaðborð staðarins og tóku starfsmenn alls á móti 4.067 gestum á fimm vikum.

Auk hefðbundinna hlaðborða sá staðurinn um einkasamkvæmi og veislur út úr húsi, auk þess voru húsakynni systurstaðarins, Teríunnar Brasserie, nýtt vegna mikillar eftirspurnar. Áætlað er að heildarfjöldi gesta yfir hátíðarnar hafi verið vel yfir 5.000 manns.

Fram kemur í tilkynningu staðarins að undirbúningur hafi hafist í ágúst og að á stærstu kvöldunum hafi 25 til 30 starfsmenn staðið vaktina til að anna álaginu.

COMMENTS