NTC netdagar

Akureyrarliðin léku sér að Val í handboltanum

Akureyri og KA/Þór með sigra í dag

Boðið var upp á handboltatvíhöfða í KA-heimilinu í dag þar sem Reykjavíkurstórveldið Valur kom í heimsókn og atti Ungmennalið Vals kappi við KA/Þór í 1.deild kvenna áður en Akureyri og Valur áttust við í Olís-deild karla.

Skemmst er frá því að segja að KA/Þór átti ekki í neinum vandræðum með ungt lið vals og vann öruggan fjórtán marka sigur, 28-14 eftir að staðan í leikhléi var 13-3.

Markaskorarar KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 10, Katrín Vilhjálmsdóttir 6, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 4, Steinunn Guðjónsdóttir 3, Erla Hleiður Tryggvadóttir 2, Aldís Ásta Heimisdóttir 1, Ólöf Marín Hlynsdóttir 1, Sandra Kristín Jóhannesdóttir 1.

Markaskorarar Vals: Sólveig Lára Höskuldsdóttir 5, Vala Magnúsdóttir 2, Elín Helga Lárusdóttir 2, Auður Ester Gestsdóttir 1, Thelma Dís Harðardóttir 1, Heiðrún Berg Sverrisdóttir 1, Margrét Karen Jónsdóttir 1, Álfheiður María Halldórsdóttir 1.


Það var öllu meiri spenna hjá körlunum en leikurinn var afar jafn og spennandi nánast frá upphafi til enda. Til að mynda var staðan í leikhléi jöfn, 11-11.

Fór að lokum svo að Akureyri vann tveggja marka sigur, 22-20. Afar mikilvægur sigur fyrir Akureyri sem er í harðri fallbaráttu en liðið hefur nú unnið þrjá heimaleiki í röð.

Mindaugas Dumcius var markahæstur í liði Akureyrar með sex mörk og Igor Kopyshynskyi kom næstur með fimm mörk.

Markaskorarar Akureyrar: Mindaugas Dumcius 6, Igor Kopyshynskyi 5, Andri Snær Stefánsson 3, Friðrik Svavarsson 3, Bergvin Gíslason 2.

Tomas Olason varði þrettán skot í marki Akureyrar.

Markaskorarar Vals:  Orri Freyr Gíslason 4, Anton Rúnarsson 3, Heiðar Þór Aðalsteinsson 3, Vignir Stefánsson 3, Josip Juric Grgic 3.

Sigurður Ingiberg Ólafsson varði þrettán skot í marki Vals.

Sambíó

UMMÆLI