Akureyri stefnir að því að verða plastpokalaust bæjarfélag

Akureyri

Akureyri

Ný umhverfis- og samgöngustefna Akureyrarbæjar var lögð fram til samþykktar í bæjarstjórn 20. desember og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Markmið stefnunnar er að Akureyrarbær vinni stöðugt af framsækni og metnaði bæði í umhverfis- og samgöngumálum. Sameiginlega mun umhverfis- og samgöngustefnan stuðla að betri lífsgæðum íbúa bæjarins hvað báða þætti varðar. Stefna Akureyrarbæjar er að sveitarfélagið verði áfram í fremstu röð þegar kemur að umhverfismálum.

Í stefnunni kemur m.a. fram að unnið verði að því að auka hlutdeild gangandi og hjólandi vegfaranda.  Rík áhersla verði lögð á að tengja og leggja göngu-, hjóla- og útivistarstíga.  Markvisst verður unnið gegn því að fólk hendi rusli á almannafæri.

Einnig er stefnt á að auka aðgengi á útivistarsvæðum eins og Glerárdal, Naustaborgum og Kjarnaskóg.

Sveitarfélagið mun svo óska eftir samstarfi verslunar, þjónustu og íbúa við að hætta notkun burðarplastpoka. Íbúum sveitarfélagsins mun standa til boða fjölnota burðarpokar á næstu árum og stefnt er að því að bæjarfélagið verði plastpokalaust árið 2020.

UMMÆLI