beint flug til Færeyja

Aleppo kebab opnar á Akureyri í sumar

Staðurinn mun opna í Hafnarstræti 100

Veitingastaðir halda áfram að spretta upp eins og gorkúlur á Akureyri en eins og við höfum áður greint frá opna Lemon, Sushi Corner og Salatsjoppan á allra næstu vikum.

Nýjasti staðurinn í matarflóru Akureyrar er Aleppo kebab en það er Khattab Almohammad, flóttamaður frá Sýrlandi sem stendur að opnun staðarins.

Khattab segir í samtali við Kaffið að staðurinn opni í sumar en hann mun líklega verða staðsettur í Hafnarstræti 100.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó