Árni Þór Sigtryggsson í nærmynd – Dómarar mest pirrandi andstæðingar

Árni Þór Sigtryggsson er 31 árs gamall handknattleiksmaður sem leikur með Aue í þýsku B-deildinni.

portraitbild_3463_517_cf612_fit_375x500

Árni Þór í búningi Aue.

Árni Þór ætti að vera Akureyringum vel kunnugur en hann hóf ungur að leika með Þór áður en hann hélt til Hauka og svo í atvinnumennsku. Hann kom svo aftur heim til Akureyrar og var í lykilhlutverki hjá Akureyri Handboltafélag í tvö ár áður en hann hélt aftur í atvinnumennsku.

Hann á langan atvinnumannaferil en Árni hefur bæði spilað á Spáni og í Þýskalandi.

Árni er í lykilhlutverki hjá Aue en hann var þriðji markahæsti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð þegar hann skoraði 135 mörk í 37 leikjum.

Nærmynd af Árna Þór Sigtryggssyni

Kaffið fékk Árna til að svara nokkrum spurningum. Afraksturinn af því má sjá hér fyrir neðan.

Sætasti sigur á ferlinum: Að verða Evrópumeistari með unglingalandsliðinu.

Mestu vonbrigðin: Erfið axlarmeiðsli á sínum tíma.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Þegar ég var yngri var svarið KA og ég hef staðið við það. Ég fékk samt aðra sýn á þennan ríg eftir skemmtileg ár með AHF.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt? Ivano Balic og Daniel Narcisse fengu mann til að efast um í hvorn fótinn átti að stíga.

Uppáhalds erlenda íþróttalið (Allar íþróttir): Arsenal

Uppáhalds íþróttamaður allra tíma: Michael Jordan

Fyrirmynd í æsku: Foreldrar mínir og systkini.

Uppáhalds staður í öllum heiminum: Akureyri

Mest pirrandi andstæðingur? Dómarar sem dæma eins og þeir séu andstæðingar mínir. Er enn að vinna í þessu.

Ertu hjátrúarfullur? Nei, ekki lengur.

Ef þú mættir vera atvinnumaður í annar íþrótt, hver væri það? Körfubolti

Settu saman lið samansett af bestu leikmönnum sem þú hefur spilað með: Ég ætla að fá að sleppa þessari spurningu. Alltof margir sem eiga skilið sæti í því liði.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó