NTC netdagar

Árshátíð Menntaskólans á Akureyri í kvöld

Menntaskólinn á Akureyri

Menntaskólinn á Akureyri

Árshátíð Menntaskólans á Akureyri verður haldin hátíðleg í Íþróttahöllinni í kvöld. Árshátíðin er ein stærsta vímulausa hátíð sem haldin er árlega á landinu. Árshátíðin er vímulaus eins og allar samkomur á vegum skólans og skólafélagsins Hugins. Árshátið skólans hefur löngu fest sig í sessi og er haldin á ári hverju í kringum fullveldisdaginn 1. desember.

Björn Kristinn Jónsson formaður nemendafélags skólans segir undirbúning hafa gengið mjög vel í stuttu spjalli við Kaffið fyrr í dag. ,,Við byrjuðum að skreyta höllina á föstudaginn og erum að leggja lokahönd á hana núna.“ Þema árshátíðarinnar í ár er kvikmyndaþema, Björn segir að margar skemmtilegar skreytingar hafa verið settar upp tengdar þemanu. ,,Það er til dæmis er búið að setja upp litinn bíósal og er inngangurinn á klósettin eins og inngangur í Narníu.“

Árshátíðin hefst á borðhaldi með ýmsum skemmtiatriðum sem MA-ingar sjá um. Moses Hightower, Friðrik Dór og 101 Boys munu síðan spila í sal hallarinnar. Þuríður og hásetarnir halda uppi gömlu dönsunum á efri hæðinni. Ballið byrjar á miðnætti. Hér að neðan má sjá 4. bekkinga skólans æfa sig fyrir gömlu dansana á sinni síðustu árshátíð.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó