Bestu uppástungurnar á nöfnum fyrir nýju brúnna: „Brúin yfir ekkert”

Brúin umdeilda við Drottningarbrautina er nú loks tilbúin og hefur Akureyrarbær efnt til verðlaunasamkeppni um nafn brúarinnar. Dómnefnd mun fara yfir innsendar tillögur og velja nafnið. Í verðlaun er vetrarkort í Hlíðarfjall, og kort í Sundlaug Akureyrar.

Þeir sem vilja taka þátt í samkeppninni geta sent tölvupóst á bru@akureyri.is.

Margar skemmtilegar athugasemdir hafa komið við frétt Kaffisins um málið en við ákváðum að taka saman nokkrar skemmtilegar uppástungur og birta hér. Nafnasamkeppnin stendur til 15. júlí.

Óbrú – Sverrir Páll Erlendsson

Eyðslubrú – Margrét Sverrisdóttir

Brúin yfir ekkert – Katrín M. Þorbjörnsdóttir

Bruðlið – Hrafnhildur Fönn Ingjaldsdóttir

Drottningarbrú – Friðbjörg Svana Ívarsdóttir

Langa vitleysa – Svava Hjaltalín

Harrý – Sigurbjörn Birkir Björnsson

Kyrrð – Anna Elísa Hreiðarsdóttir

Regnboginn – Unnur Sigrún Jónsdóttir

Áramótabrenna – Víðir Orri Hauksson

Fjörubrúin – Laufey Kristjánsdóttir

UMMÆLI