KIA

Birkir Bjarnason í nærmynd – Man Utd í uppáhaldi

FBL-EURO-2016-MATCH44-ENG-ISL
Birki Bjarnason þarf vart að kynna fyrir Íslendingum enda hefur hann verið í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu í fótbolta undanfarin ár.

Birkir er sonur Bjarna Sveinbjörnssonar og Höllu Halldórsdóttur sem bæði léku með meistaraflokki Þórs á sínum tíma og er Bjarni markahæsti leikmaður Þórs í efstu deild frá upphafi. Birkir æfði hinsvegar með yngri flokkum KA þar til hann fluttist til Noregs þegar hann var á táningsaldri. Birkir vakti snemma athygli fyrir hæfileika sína og þegar hann var 16 ára gamall var hann kominn á samning hjá norska stórliðinu Viking Stavanger.

Birkir sem er 28 ára gamall hefur átt farsælan atvinnumannaferil og leikur nú með Basel sem er langbesta liðið í Sviss. Basel leikur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og var Birkir í eldlínunni með liðinu á Emirates leikvangnum í London þar sem Basel atti kappi við Arsenal á dögunum

Nærmynd af Birki Bjarnasyni

Kaffið.is fékk Birki til að svara nokkrum spurningum. Afraksturinn af því má sjá hér fyrir neðan.

Sætasti sigur á ferlinum: England

birkir-bjarnason

Birkir Bjarnason leikur með svissneska stórveldinu Basel

Mestu vonbrigðin: Að komast ekki í Champions league með Basel 2015

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Það er ekkert lið sem mér líkar það illa við

Besti leikmaður sem þú hefur mætt? Ronaldo

Uppáhalds erlenda íþróttalið (Allar íþróttir): Man United

Uppáhalds íþróttamaður allra tíma: Zinedine Zidane

Fyrirmynd í æsku: Zinedine Zidane

Uppáhalds staður í öllum heiminum: Akureyri

Mest pirrandi andstæðingur? Kári Árna á æfingum

Ertu hjátrúarfullur? Já og nei

Ef þú mættir vera atvinnumaður í annar íþrótt, hver væri það? Körfubolta

UMMÆLI

Sambíó