NTC netdagar

Fljúgandi hálka á Akureyri – Flutningabíll útaf vegi og strætó á eftir áætlunFlutningabíll rann út af vegi skammt utan Akureyrar í nótt.

Fljúgandi hálka á Akureyri – Flutningabíll útaf vegi og strætó á eftir áætlun

Ótrúlega mikil hálka er nú á götum og göngustígum um alla Akureyri. Biðlað er til fólks að fara varlega, bæði í umferðinni og fótgangandi því ekki er búið að sanda götur og göngustíga enn þá. Svellið er mjög ójafnt þar sem mikill snjór hefur verið undanfarið á Akureyri og því þegar hlýnaði í gærkvöldi breyttist troðinn snjór í svell. Umferð var mjög hæg í morgun og Strætisvagnar voru á eftir áætlun sökum hálku.

Rétt utan Akureyrar fór flutningabíll útaf veginum í nótt sökum hálku. Gámur á tengivagni aftan á bílnum fór á hliðina. Það vakti athygli margra að sjá bílinn í vegkantinum í morgun og spurningar vöknuðu um hvert ástand ökumannsins væri. Lukkulega slapp bílstjórinn ómeiddur frá slysinu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó