Foodco selur Greifann

Greifinn

Mynd: greifinn.is

Greifinn hefur verið einn ástsælasti veitingastaður Akureyringa frá því að hann opnaði árið 1990. Veitingastaðurinn hefur verið í eigu stórfyrirtækisins Foodco frá árinu 2006. Foodco er risi á veitingamarkaðinum á Íslandi en fyrirtækið á um 20 veitingastaði víða um landið þar á meðal Roadhouse, Saffran, Eldsmiðjuna og American Style.

Nú hefur Foodco tekið ákvörðun um að selja staðinn en starfsmönnum Greifans var tilkynnt það á jólagleði þeirra í gær. Arinbjörn Þórarinsson framkvæmdastjóri Greifans mun taka yfir rekstri hans eftir að kaupin ganga í gegn.

Samkvæmt traustum heimildum Kaffið.is verður gengið frá kaupunum síðar í dag.

Greifinn virðist því vera kominn aftur í hendur Akureyringa og eru eflaust margir sem fagna því.

Sambíó

UMMÆLI