Prenthaus

Frítt í sund þegar nýju rennibrautirnar opna

Á fimmtudaginn næstkomandi, 13.júlí kl.14, verða nýju rennibrautirnar í Sundlaug Akureyrar vígðar. Þá verða sigurvegarar nafnasamkeppninnar tilkynntir og nöfn brautanna einnig. Sigurvegar í nafnasamkeppninni fá að renna sér fyrstir.

Frítt verður í sund í tilefni þessa og eru allir velkomnir. Sundlaug Akureyrar verður opin til miðnættis næstkomandi fimmtudag og föstudag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó