Gæludýr.is

Hvenær er hægt að nýta Happy Hour á Akureyri?

Undanfarin ár hafa vinsældir Happy Hour farið vaxandi á Íslandi. Veitingastaðir og barir bjóða þá upp á afslátt af bjórum og víni í ákveðinn tíma yfir daginn. Í Reykjavík hefur verið gefið út app í síma þar sem fólk getur séð hvaða veitingastaðir og barir bjóða upp á Happy Hour á hvaða tíma. Þar sem app-ið er ekki með upplýsingar um Happy Hour á Akureyri ákváðum við á Kaffinu að taka saman nokkra veitingastaði á Akureyri sem bjóða upp á Happy Hour og hvenær. Ef fólk skipuleggur sig vel er hægt að nýta Happy Hour á Akureyri frá 15:00 til miðnættis á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum.

Backpackers: 17:00-19:00 alla daga.

Bláa Kannan: 17:00-20:00 alla daga.

Iceland Air Hótel: 16:00-18:00 alla daga.

Múlaberg: 16:00-18:00 alla daga.

Hamborgarafabrikkan: 21:00-23:00 alla daga.

Strikið: 15:00-17:00 alla daga og 23:00-00:00 fimmtudaga, föstudaga og laugardaga.

Símstöðin: 17:00-20:00 alla daga.

R5-Ráðhústorgi: 18:00-20:00 alla daga.

Café Laut-Lystigarðinum: 17:00-19:00 alla daga

Kaffi Ilmur: 17:00-19:00 alla daga.

Götubarinn: 17:00-22:00 fimmtudag, föstudag og laugardag.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó