Gæludýr.is

„Íslensk skíðaiðkun í nauðvörn“

Magnús Finnsson

Magnús Finnsson

Magnús Finnsson er 23 ára Akureyringar og skíðamaður í B-landsliði Íslands. Magnús útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri árið 2013. Hann á einn íslandsmeistaratitil í samhliðasvigi og hefur nokkrum sinnum verið á palli á Íslandsmeistaramótum í svigi og stórsvigi. Hann stundar nú nám í viðskiptafræði við Colorado mountain College í Steamboat Springs þar sem hann er einnig í skíðaliði skólans. Kaffið.is fékk Magnús í stutt viðtal um lífið í Bandaríkjunum og skíðaferilinn.

Magnús steig fyrst á skíði þegar hann var 3 ára og byrjaði svo þremur árum síðar að æfa hjá Skíðafélagi Akureyrar. Síðan þá hefur hann keppt á ótalmörgum mótum í yfir 10 löndum, farið þrisvar á HM unglinga og fór á Heimsmeistaramótið í Vail og Beaver Creek árið 2015.

„Aðal ástæðan fyrir því að ég fór til Bandaríkjanna í skóla var til að geta haldið áfram á skíðum. Ég er í skíðaliði skólans og get blandað því við námið. Þá get ég stundað íþróttina sem ég var ekki tilbúinn að leggja til hliðar fyrir námið strax. Ég hafði hafið nám í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri og þegar þetta tækifæri kom gat ég ekki annað en gripið það,“ segir Magnús sem nýtur lífsins í Steamboat. Steamboat er bær svipaður að stærð og Akureyri og Magnús segir að það hafi hjálpað við að venjast lífinu þar.
Lífið hér er að fara mjög vel með mig. Ég er líka hér ásamt tveimur öðrum Íslendingum þannig ég fæ að tala einhverja íslensku líka.“

14955804_1253682587987297_8356596658715813770_n

Magnús segir að draumur sinn sé að geta gert skíðaiðkun að atvinnu sinni en það sé óraunhæft þar sem ekki séu miklir peningar í íþróttinni. Því miður eru aðeins um 30 bestu í heiminum sem geta gert þetta að lifibrauði sínu og menn verða ekki ríkir á því að vera atvinnumenn í skíðum nema þeir allra bestu. Ég ætlaði mér alltaf að vinna við skíði eða íþróttir en ákvað frekar að fara í Sjávarútvegsfræðina. Kannski maður geti starfað eitthvað tengt skíðaiðkun í framtíðinni.“

Hann segir þó íslenska skíðaiðkun í algjörri nauðvörn og að iðkendum í eldri flokkum fari hratt fækkandi. „Ástæðuna fyrir þessu tel ég að börn í dag eru fæst að æfa bara eina íþrótt og ef þú getur valið milli þess að fara upp í fjall í allskonar veðrum og kulda eða fara á æfingu inni þar sem aðstæður eru alltaf eins, þá er auðvelt að velja það fram yfir skíðin. Með þessari miklu og flottu uppbyggingu á íþróttavirkjum og æfingaraðstæðum finnst mér ekki skrítið að krakkar velji aðrar íþróttir frekar.“

En er eitthvað hægt að gera í þessu? „Glíman við veðráttuna er erfið en það væri óskandi að SKA gæti fengið sér æfingabrekku sem væri ætluð keppnisfólki og undirbúinn með það í huga að reyna útbúa sem bestar æfingar og keppnisaðstæður fyrir krakkana heima.“  Magnús segir að í Bandaríkjunum og öðrum löndum sem hann hefur heimsótt í keppnisferðum sé menningin fyrir skíðum sem keppnisgrein þekktari og fleiri virði hana. „Menn eru til í að troða fyrir þig á kvöldin til þess að snjórinn liggi troðinn i fleiri tíma í næturkuldanum og gerir hann betri fyrir skíðaæfingar jafnvel þó að það sé óhagkvæmara fyrir þann sem borgar troðaramanninum því hann þarf að borga honum kvöldkaup/næturkaup. En veðráttan er erfiðari heima, það sem kallað er vindur og kuldi hér væri kallað logn og hiti heima á Íslandi. Veðráttan hér er mjög stöðug, það snjóar og rignir beint niður en ekki til hliðar eins og á Íslandi“

Magnús var á dögunum í viðtali við www.skiracing.com um ástæður þess að íslenskt skíðafólk sé farið að leita til Bandaríkjanna til að skíða, það má sjá hér.

UMMÆLI