Prenthaus

Juan Mata fór út að borða á Strikinu – Mynd

Juan Mata

Juan Mata knattspyrnuleikmaður Manchester United er staddur á Íslandi um þessar mundir. Manchester United sigraði Evrópudeildina í fótbolta í vikunni eftir 2-0 sigur á Ajax frá Amsterdam. Mata fagnaði sigrinum með því að koma í heimsókn til Íslands með fjölskyldunni. Mata hefur nú þegar heimsótt Reykjavík og kíkti í Nauthólsvík meðal annars.

Mata er nú kominn til Akureyrar og skellti sér út að borða á Strikinu í kvöld. Ekki er vitað hversu lengi Juan Mata ætlar sér að dvelja á Akureyri.

Mata á að baki 41 landsleik fyrir spænska landsliðið í fótbolta. Hann hefur verið í herbúðum Manchester United frá árinu 2014 en hann kom þangað frá Chelsea.

Hrannar Björn Bergmann, leikmaður KA hitti Mata á Strikinu í kvöld og fékk mynd af sér með kappanum. Hrannar sem var í liði KA sem gerði jafntefli við Víking Reykjavík fyrr í dag setti myndina á Facebook síðu sína. Hrannar sem er stuðningsmaður Manchester segir Mata vera einn mesta toppmann sem til er í íþróttaheiminum í Facebook færslunni.

Mata og Hrannar

 

 

 

UMMÆLI