beint flug til Færeyja

Karen Nóa hættir með Þór/KA

Mynd: Eva Björk

Karen Nóadóttir, fyrirliði Þórs/KA, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla í baki. Karen tilkynnti liðsfélögum sínum þetta á mánudag og hefur nú gert ákvörðunina opinbera. Karen segir ákvörðunina síður en svo auðvelda en ekkert annað sé í stöðunni; ,,einhverjir vita kannski að í að verða sex ár hefur hausinn á mér, með sinni þrjósku og frekju, fengið að ráða ferðinni og líkaminn hefur bara þurft að gjöra svo vel og fylgja með. En núna síðustu mánuði hefur líkaminn verið að hrópa og kalla í von um að á hann verði loksins hlustað. Ég þarf að gera það núna, ég get ekki meir eins og er.“

Karen hættir þó ekki öllum afskiptum af knattspyrnu en hún mun þjálfa 1.deildarlið Hamranna á komandi leiktíð.

UMMÆLI

Sambíó