Kvennafrídagur á Akureyri

14731370_1302880686390354_5410766566765728253_nÞann 24. október er liðið 41 ár síðan ís­lensk­ar kon­ur lögðu niður vinnu til þess að sýna fram á mik­il­vægi kvenna í at­vinnu­líf­inu. Talið er að þann dag hafi alls 90% kvenna lagt niður störf eða nán­ast helm­ing­ur þjóðar­inn­ar, til þess að krefjast sömu rétt­inda og launa og karlar nutu á vinnu­markaði á þeim tíma. Í tilefni þess hafa nemendur í Kynjafræði og í Femistafélagi Menntaskólans á Akureyri ákveðið að vekja athygli á að þessum réttindum hefur enn ekki verið náð með því að fjölmenna á Ráðhústorgið.

Vegna haustfrís í skólum þann 24. október hefur verið ákveðið að þriðjudaginn 25. október næstkomandi muni konur úr MA og VMA endurtaka leikinn frá því fyrir 41 ári. Klukkan 9:30 eru konur á Akureyri hvattar til þess að standa upp frá vinnu og námi og halda saman niður í bæ.

Dagný Guðmundsdóttir nemandi við Menntaskólann á Akureyri og ein af skipuleggjendum dagsins segir mikilvægt að fólk átti sig á því að launamismunur kynjanna sé ennþá til staðar. ,,Með því að leggja niður vinnu þá sýnum við fram á mikilvægi kvenna í atvinnulífinu og fáum vonandi fólk til að átta sig á stöðu kvenna á vinnumarkaði og í samfélaginu“. Hún segir að hugmyndin hafi upphaflega verið hugsuð fyrir konur í MA og VMA en núna vilji hún fá allar konur á svæðinu til þess að mæta.

 

14572398_1302694763075613_2580790823205888706_n

UMMÆLI