Prenthaus

Líklegt að flugfélög hætti við að fljúga um Akureyrarflugvöll vegna aðstöðunnar

Um 185 farþegar komu með fyrstu flugvél ferðaskrifstofunnar Super Break

Á föstudag lenti Boeing vél flugfélagsins Enter Air á Akureyrarflugvelli, með fyrstu bresku ferðamennina innanborðs sem koma með beinu flugi frá Bretlandi á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break. Ferðaskrifstofan Super Break stendur fyrir allt að 50 flugferðum milli Bretlands og Akureyrar næsta árið.

Afar þröngt var á flugstöðinni þegar fyrstu farþegarnir komu og var hleypt inn í hollum. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir líklegt að flugfélög hætti við að fljúga um Akureyrarflugvöll ef aðstaðan verði ekki bætt í viðtali á vef Rúv.

Með auknum áhuga erlendra flugfélaga til þess að hefja flug til Akureyrar þurfi að stækka aðstöðuna. Það vanti aðflugsbúnað til þess að auðvelda lendingu en Arnheiður segir að það muni kosta um 70 milljónir en geti haft áhrif á framhaldið. Hún segir að það sé flugfélag að bíða og hún fullyrðir að samningar séu í hættu ef nauðsynlegur búnaður verði ekki settur upp í ár.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segist ætla beita sér fyrir því að aðflugsbúnaður verði settur upp og að ljóst sé að það þurfi að byggja upp á flugvellinu. Hvenær og hvernig sé ákvörðun samgönguráðherra.

Nánari umfjöllun um málið má finna á Rúv.is með því að smella hér.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó