Maður stunginn í lærið í Kjarnaskógi

Lögreglan á Akureyri hafði í nógu að snúast á föstudaginn langa

Til átaka kom á milli tveggja karlmanna í Kjarnaskógi um klukkan 14 í gær, föstudaginn langa. Enduðu átökin með því að annar maðurinn var stunginn með hníf í lærið í tvígang. Blæddi töluvert úr sárum hans og var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Maðurinn er ekki í lífshættu.

Árásarmaðurinn var handtekinn í bifreið nærri Hrísalundi um kvöldmatarleytið í gær en í bifreiðinni fundust meðal annars barefli og exi.

Skömmu síðar var par handtekið grunað um aðild að málinu og við þá handtöku fannst nokkuð magn fíkniefna í þeirra fórum. Voru þau handtekin og vistuð í fangageymslu. Alls voru fimm manns handteknir í tengslum við fíkniefnamálið en þremur aðilum sleppt að loknum yfirheyrslum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó