Nemar í VMA hafa litlar áhyggjur af loftlagsbreytingum

Rúv birti í gærkvöld frétt, þar sem fjallað var um könnun sem var gerð árið 2012, um viðhorf íslenskra ungmenna til loftlagsbreytinga. Könnunin sýndi að þá höfðu ungmenni hér á landi ekki miklar áhyggjur af vandanum en með töluvert meiri umræðu um málefnið síðustu ár mætti halda að viðhorfið hefði eitthvað breyst. Sunna Valgerðardóttir, fréttamaður Rúv, fór í Verkmenntaskólann á Akureyri og spurði ungmenni þar út í hvort þau hefðu áhyggjur af loftlagsbreytingum. Langflest virðast þau ekki hafa miklar áhyggjur af því að loftlagsbreytingar muni hafa áhrif á þeirra eigin líf.

Sjá má viðtölin við ungmennin í Verkmenntaskólanum á Akureyri í frétt Rúv HÉR.

,,Mér er bara drullusama" - sagði þessi piltur nokkuð léttur

,,Mér er bara drullusama“ – sagði þessi ungi maður, nokkuð léttur í viðtali við Rúv

 


UMMÆLI

Sambíó