Snapchat stjörnurnar frá Akureyri – Binni Glee

Snapchat er eitt mest notaða snjallsímaforrit á Íslandi í dag. Upprunalega var Snapchat einungis til þess að senda myndir til vina sinna sem hurfu eftir 10 sekúndur. Forritið hefur hinsvegar þróast töluvert síðan það kom fyrst út árið 2011. Nú er einnig hægt að fylgjast með lífi fólks í gegnum svokallaðar sögur sem það býr til. Þetta hefur vakið svakalegar vinsældir á Íslandi og hafa margir einstaklingar öðlast frægð í gegnum sögur sínar. Margir af frægustu „Snöppurum“ landsins koma frá Akureyri og Kaffið.is ákvað að heyra í þeim vinsælustu og kynnast þeim aðeins betur. Á næstu dögum munum við birta stutt viðtöl við þekktustu Akureyringana á Snapchat.

Brynjar Steinn – binniglee

Binni Glee

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvað ertu með marga followers á snapchat?

14-15 þúsund horfa á mig daglega en hef náð upp í 17 þúsund þannig það er misjafnt eftir dögum.

Hvað eyðir þú miklum tíma á dag í snapchat?

Mjög mikið. Þá í að snappa, svara skilaboðum og fleira. Myndi segja svona 3-4 tíma á dag haha

Er snapchat að skila þér tekjum?

Ég hef jú fengið borgað fyrir auglýsingar. En ég myndi samt ekki segja að ég geti lifað á því.

Færðu öðruvísi meðferð frá fólki útaf snappinu?

Hefur alveg gerst en eins og ég segi þá er ég venjulega manneskja eins og allir

Hvað setur þú á snapchat?

Ég snappa bara um allt. Er t.d. með „mask monday“ (maskakvöld) alla mánudaga sem er mjög vinsælt en annars snappa ég líf mitt og allskonar.

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó