Þórsarar unnu nafna sína frá Þorlákshöfn

 George Beamon

George Beamon fer vel af stað í Þórsbúningnum

Þórsarar unnu ellefu stiga sigur á Þór frá Þorlákshöfn í sjöundu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 80-69.

Akureyringar mættu mjög ákveðnir til leiks og var allt annað að sjá til varnarleiksins hjá liðinu frá því sem verið hefur í síðustu leikjum. Staðan í leikhléi 49-32 fyrir heimamenn.

Þór frá Þorlákshöfn hefur á sterku liði að skipa og voru ekki tilbúnir að gefast upp. Þeir náðu að minnka muninn niður í sex stig í síðari hálfleik en þá gáfu heimamenn aftur í og sigldu sigrinum heim að lokum.

Annar heimasigur Þórsara í röð og er liðið nú komið með sex stig eftir sjö umferðir.

Nýjasti leikmaður liðsins, George Bemoan var stigahæstur með 22 stig en næstur á eftir honum kom gamla brýnið Darrel Lewis.

Stigaskor Þórs Ak.: George Beamon 22/10 fráköst, Darrel Keith Lewis 18/12 fráköst, Danero Thomas 14, Tryggvi Snær Hlinason 9, Ingvi Rafn Ingvarsson 7, Ragnar Helgi Friðriksson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Sindri Davíðsson 2.

Stigaskor Þórs Þ.: Tobin Carberry 23, Maciej Stanislav Baginski 11, Emil Karel Einarsson 10, Ólafur Helgi Jónsson 8, Grétar Ingi Erlendsson 7, Halldór Garðar Hermannsson 5, Ragnar Örn Bragason 3, Þorsteinn Már Ragnarsson 2

UMMÆLI

Sambíó