Listasafnið gjörningahátíð

Tímavélin – Guðjón Valur skorar úr vonlausu færi

gudjon

Eitt magnaðasta atvik akureyrskrar íþróttasögu.

Tímavélin er fastur liður hér á Kaffinu þar sem við birtum skemmtilega og eftirminnilega hluti, myndbönd, myndir, viðtöl og fleira úr fortíðinni.

Í Tímavélinni í dag rifjum við upp eitt magnaðasta atvik í akureyrskri íþróttasögu frá árinu 2001 þegar Guðjón Valur Sigurðsson skoraði ótrúlegt mark. KA-menn voru þá við það að falla úr leik í undanúrslitum gegn Aftureldingu. Með þessu magnaða marki tryggði Guðjón Valur KA-mönnum hinsvegar framlengingu sem þeir svo unnu með einu marki og fóru í æsispennandi úrslitaeinvígi við Hauka sem tapaðist í oddaleik.

Guðjón Valur hélt í kjölfarið í atvinnumennsku og eftirleikinn þekkja flestir en Guðjón hefur verið einn besti handknattleiksmaður heims undanfarinn áratug.

Það er engin tilviljun að við rifjum þetta mark upp núna því í gær skoraði Róbert Sigurðarson keimlíkt mark þegar Akureyri bar sigurorð af Val í Olís-deildinni.

Sjá einnig

Mark ársins í Olís-deildinni – myndband

Sambíó

UMMÆLI