Verðkönnun – Dýrasti bragðarefurinn í Brynju

Verðkönnun – Dýrasti bragðarefurinn í Brynju

Við á Kaffinu höldum áfram að kanna verð á hinum ýmsu nauðsynjavörum á Akureyri. Að þessu sinni ákváðum við að kanna verðið á hinum geysivinsla bragðaref hjá ísbúðum bæjarins.

Könnuni var framkvæmd föstudaginn 3. febrúar í gegnum síma og voru eftirfarandi söluaðilar með í verðkönnuninni að þessu sinni. Ísbúðin Brynja, Ísbúðin Akureyri (Geislagötu), Ísbúðin Akureyri (Glerártogri), Ak-inn, og Ísgerðin Kaupangi. Spurt var um verðið á stórum Bragðaref en verðið á stöðunum fimm var nokkuð áþekkt.

Dýrasti Bragðarefurinn er hjá Brynju en þar kostar hann 1200 krónur. Hjá AK-inn, Hörgárbraut kostar Bragðarefurinn rúmlega 13% minna eða 1050 kr.

Ísbúðin Brynja 1200
Ísbúðin Akureyri (Glerártorg) – 1190
Ísbúðin Akureyri (Geislagötu) – 1190
Ísgerðin Kaupangi – 1090
AK-inn Hörgárbraut – 1050

Það skal tekið fram að hægt er að fá XL-Bragðaref hjá Ísgerðinni en hann er mun stærri en stór Bragðarefur hjá öðrum ísbúðum. 

UMMÆLI

Sambíó