62 konur tóku þátt í árlegu kvennamóti Píludeildar Þórs sem fór fram í tilefni af bleikum október. Með mótsgjaldi og áheitum söfnuðust 200 þúsund krónur fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis.
„Gleðin var við völd allt kvöldið, salurinn var skreyttur með bleiku skrauti og bleikar veitingar voru í boði. Þetta mót hefði ekki verið eins ef það hefði ekki verið fyrir okkar frábæru styrktaraðila sem við sendum okkar bestu þakkir,“ segir í tilkynningu á vef Þórsara.


COMMENTS