Ökumaður velti bíl sínum í flughálku á Öxnadalsheiði snemma í morgun og var fluttur á sjúkrahús til skoðunar. Talið er að meiðsl hans séu minni háttar.
Heimir Harðarson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir í samtali við mbl.is að ökumaðurinn hafi verið einni bílnum. Hann segir að bílveltuna megi rekja til hálkunnar á heiðinni. Auk þess sé nýlagt malbik á köflum og aðstæður geti því verið varasamar.
Á vef Vegagerðarinnar, umferðin.is, kemur fram að hálka eða hálkublettir séu víða á fjallvegum á norðan- og norðaustanverðu landinu.
„Flughált er á Öxnadalsheiði en hálka er t.d. á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Fjarðarheiði. Búast má við því að aðstæður muni skána í birtingu og þegar líður á daginn,“ segir í tilkynningu þar.


COMMENTS