Ævintýraleg stemning í Glerárskóla 

Ævintýraleg stemning í Glerárskóla 

Í síðustu viku ríkti ævintýraleg stemning í Glerárskóla á Akureyri þegar Harry Potter þemadagar fóru fram. Þetta var í fimmta sinn sem skólinn heldur slíka daga og skólinn umbreytist í Hogwartsskóla galdra og seiða. Fjallað er um þemadagana á vef Akureyrarbæjar.

Á þemadögum taka nemendur þátt í fjölbreyttum og skapandi verkefnum sem tengjast heimi galdranna, og er lögð áhersla á gildi sem bæði spegla töfraheim Harrys Potter og einkunnarorð Glerárskóla: Hugur, hönd og heilbrigði.

„Þessa skemmtilegu daga skartar Glerárskóli litríkum skreytingum og nemendur og starfsfólk klæðast ýmsum búningum úr galdraveröldinni og í sannarlega töfrandi andrúmslofti,“ segir á vef Akureyrarbæjar.

Hér að neðan má sjá myndir af Facebook-síðu Akureyrarbæjar.

COMMENTS