31 kandídat brautskráist í dag frá HA

31 kandídat brautskráist í dag frá HA

Í dag 15. október brautskrást 31 kandídat frá Háskólanum á Akureyri, þar af 30 úr framhaldsnámi og einn kandídat úr grunnnámi.

Laugardaginn 14. febrúar 2026 verður haldin Vetrarbrautskráningarathöfn Háskólans á Akureyri. Þá verður þeim kandídötum sem brautskrást í dag fagnað sérstaklega. Sú athöfn er ætluð kandídötum sem brautskrást í dag sem og þeim sem munu brautskrást 14. febrúar 2026.

Háskólinn á Akureyri brautskráir einnig kandídata frá Háskólasetri Vestfjarða en kennsla í haf- og strandsvæðastjórnun og sjávarbyggðafræði fer þar fram. Af þeim 30 sem brautskrást úr framhaldsnámi eru 18 að ljúka námi við Háskólasetur Vestfjarða.

„Kæru kandídatar, brautskráning eru stór tímamót í lífi ykkar og við í Háskólanum á Akureyri erum stolt af afreki ykkar. Það er mikil vinna og þrautseigja sem liggur að baki gráðunni ykkar og þið eigið hrós skilið fyrir árangurinn. Við hlökkum til að fagna með ykkur í febrúar þegar við komum saman til brautskráningarathafnar. Ég vona að þið fagnið áfanganum ykkar, sama hvar þið eruð í dag,“ segir Áslaug Ásgeirsdóttir rektor á vef Háskólans í tilefni dagsins.

Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið

  • Einn kandídat með viðbótardiplóma í heilsugæslu í héraði – klínísk
  • Einn kandídat með BS próf í hjúkrunarfræði
  • Sjö kandídatar með MS próf í heilbrigðisvísindum
  • Tólf kandídatar úr haf- og strandsvæðastjórnun MRM

Hug- og félagsvísindasvið

  • Einn kandídatat með LL.M próf í heimskautarétti
  • Fjórir kandídatar með ML próf í lögfræði
  • Sex kandídatar úr sjávarbyggðafræði MA
  • Þrír kandídatar með MA próf í heimskautarétti

Kandídatar fá prófskírteini sín send á lögheimili sitt á næstu dögum.

COMMENTS