600 nemendur innritaðir í MTRMynd/MTR

600 nemendur innritaðir í MTR

Í haust innrituðust 600 nemendur í Menntaskólann á Tröllaskaga og komust færri að en vildu samkvæmt vef MTR. Flestir nemanna eru í fjarnámi og koma víða að. Nemendur eru m.a. íþróttamenn sem iðka íþrótt sína erlendis, þeir sem hafa ekki efnahag til að vera án atvinnu, sjúklingar og síðan þeir sem hættu í framhaldsskóla en hafa séð að sér og eru að koma til baka til að klára. Ólíkt því sem áður var koma brotthvarfsnemendur fyrr inn aftur í nám og því eru nemendur skólans flestir yngri en 25 ára.

„Þegar unnið er með skóla þá eru nemendur oft að ljúka á lengri tíma en með seiglu og áræði tekst þetta allt saman. Starfsfólk skólans er mjög ánægt með aðsóknina en vonast til aukinna fjárveitinga í framtíðinni svo skólinn geti tekið við fleiri nemendum. Fátt er ánægjulegra en að vinna með ungu fólki sem vill mennta sig og þar með bæta framtíðarhorfur sínar og lífsgæði,“ segir á vef skólans.

COMMENTS