Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra hefur lokið störfum og eiga allir umsækjendur að hafa fengið svarbréf sent inn í umsóknargáttina. Þessu er greint frá á vef SSNE.
Að þessu sinni voru veittir 66 styrkir í þremur flokkum:
35 menningar- og samfélagsverkefni
18 atvinnu- og nýsköpunarverkefni
13 stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar
Alls var úthlutað 74 miljónum en sótt var um fyrir 290 milljónir, í 126 umsóknum og því ljóst að samkeppnin var töluverð.
Rafræn úthlutunarhátíð fer fram fimmtudaginn 11. desember kl. 15:00 og má finna hlekk á hátíðina hér.


COMMENTS