Akureyrarbær á afmæli í dagMenningarhúsið Hof ljósum prýtt. Mynd:Tjörvi Jónsson/Akureyri.is

Akureyrarbær á afmæli í dag

Akureyrarbær á afmæli í dag en nú eru liðin 159 ár frá því að bærinn hlaut kaupstaðarréttindi. Hefð er fyrir því að fagna afmælinu með Akureyrarvöku en vegna Covid-19 var henni aflýst líkt og í fyrra.

Það hefur þó verið nóg um að vera um helgina í bænum og myndlist og tónlist hafa til að mynda skipað háan sess auk þess sem byggingar í bænum hafa verið lýstar upp með ljósaverkum og sett skemmtilegan svip á bæinn.

Menningarhúsið Hof fagnaði einnig afmæli um helgina, 10 plús 1 árs afmæli en stórafmælinu var frestað í fyrra vegna Covid-19.

Allir afmælisviðburðir lúta samkomutakmörkunum og rúmast innan sóttvarnareglna.

Hér má skoða dagskrá helgarinnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó