BeFit Iceland opnað í Sunnuhlíð

BeFit Iceland opnað í Sunnuhlíð

Íþróttavöruverslunin BeFit opnaði í Sunnuhlíð á Akureyri í nóvember. BeFit Iceland er íslensk hönnuð en fyrirtækið var stofnað af Hrönn Sigurðardóttir árið 2013. BeFit selur ræktarbuxur, leggings, toppa, æfingapeysur, boli og aðrar íþróttatengdar vörur.

Búðin í Sunnuhlíð er önnur búðin sem BeFit opnar á Íslandi, hin er í Reykjavík. Hrönn segir að það hafi verið skyndiákvörðun að opna á Akureyri.

Ingibjörg Óladóttir, verslunarstjóri BeFit á Akureyri, segir í spjalli við Kaffið að hlutirnir hafi gerst hratt eftir að ákvörðunin var tekin. Á fimm dögum hafi verslunarbilið verið tekið í gegn og svo hafi búðin opnað.

Hún segir spennandi að geta tekið þátt í uppbyggingunni sem er í gangi í Sunnuhlíð og auk þess sé gaman að geta boðið upp á aukið úrval í íþróttavörum á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó