Það hefur verið nóg um að vera á Akureyrarflugvelli í dag og áætlað er að um það bil eitt þúsund farþegar fari um völlinn í dag.
Tvær vélar frá easyJet voru á vellinum á sama tíma, önnur á leið til Manchester og hin að koma frá London. Icelandair sinnti sínu áætlunarflug, Landhelgisgæslan lenti á vellinum og flugvélar frá Norlandair sinntu sjúkraflugi.
Á Facebook-síðu Akureyrarflugvallar má sjá myndir frá deginum.


COMMENTS