Söngkeppni Menntaskólans á Akureyri fór fram í gærkvöldi. Húsfylli var í Kvosinni í MA og var keppnin öll hin glæsilegasta eftir mikinn undirbúning nemenda og fagfólks á sviði tæknimála. Fjallað er um keppnina á vef Menntaskólans.
13 atriði tóku þátt í keppninni en það var hljómsveitin Skandall sem stóð uppi sem sigurvegari. Hljómsveitina skipa Inga Rós (söngur), Sóley Sif (hljómborð), Sólveig Erla (þverflauta), Margrét (bassi) og Kolfinna Ósk (tambúrína). Þær eru allar í þriðja bekk.
Í dómnefnd kvöldsins sátu nna Skagfjörð, Gísli Rúnar Víðisson og Sumarliði Helgason. Í þriðja sæti var Íris Alma Kristjánsdóttir úr 1.L, í öðru sæti Heiðdís Pála Áskelsdóttir úr 1.F. Áhorfendur völdu vinsælasta atriðið og það voru piltarnir úr SviMA sem hlutu þann heiður.


COMMENTS