Opinn fundur um stöðu kjaramála kennara

Opinn fundur um stöðu kjaramála kennara

Fulltrúar aðildarfélaga KÍ á Akureyri og nágrenni hafa boðið til opins fundar um stöðu kjaramála kennara á morgun, miðvikudaginn 26. febrúar, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma.

Fundurinn verður klukkan 17:00 í Brekkuskóla á Akureyri.

Fulltrúar aðildarfélaga KÍ á Akureyri og nágrenni skora á eftirtalda aðila að mæta á fundinn:

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri Fræðslu- og lýðheilsusviðs

Andri Teitsson

Jón Hjaltason

Halla Björk Reynisdóttir

Heimir Örn Árnason

Hlynur Jóhannsson

Hulda Elma Eysteinsdóttir

Lára Halldóra Eiríksdóttir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir

Hilda Jana Gísladóttir

Gunnar Már Gunnarsson

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir

Þingmenn Norðausturkjördæmis:

Logi Einarsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Jens Garðar Helgason

Sigurjón Þórðarson

Ingibjörg Ólöf Isaksen

Eydís Ásbjörnsdóttir

Ingvar Þóroddsson

Þorgrímur Sigmundsson

Njáll Trausti Friðbertsson

Þórarinn Ingi Pétursson

Þið sem komist ekki á fundinn, vinsamlegast sendið varamann.

Fulltrúar fjölmiðla eru einnig boðaðir. 

Í tilkynningu frá fulltrúum aðildarfélaga KÍ á Akureyri og nágrennis segir:

Á fundinum verður fjallað um þá grafalvarlegu stöðu sem uppi er og kjörnir fulltrúar verða m.a. beðnir um að svara eftirfarandi spurningum:

Eru þið tilbúin til að leggja ykkar að mörkum til að standa við samkomulagið sem gert var við kennara árið 2016?

Hvers vegna teljið þið að kennarar vilji hafa forsenduákvæði í kjarasamningi?

Hvernig viljið þið beita ykkur við lausn kjaradeilunnar?

Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að reka skóla án kennara?

Við hvetjum alla sem láta sig skólamál varða til að mæta og taka þátt í gagnlegri og uppbyggilegri umræðu.

COMMENTS