Fyrsta vörn mastersnema í stafrænni heilbrigðistækni 

Fyrsta vörn mastersnema í stafrænni heilbrigðistækni 

Hildur Andrjesdóttir meistaranemi í stafrænni heilbrigðistækni mun verja lokaverkefnið sitt Stafræn heilbrigðistækni: Rannsókn á sjálfvirknivæðingu og sjónarhorni heilbrigðisstarfsmanna á Akureyri þann 14. apríl næstkomandi.

Hildur er fyrsti mastersneminn til að klára námið Stafræna heilbrigðistækni sem er kennt frá HR en boðið upp á fyrir fólk á Akureyri að vera í staðnámi í gegnum HA.

Rannsókn Hildar er tvíþætt, annars vegar er skoðuð upplifun heilbrigðisstarfsfólks á Sjúkrahúsinu á Akureyri á núverandi tækniumhverfi, tækifæri til úrbóta eru greind og skoðað hvernig hægt er að nýta tæknina til að einfalda verkferla með sjálfvirknivæðingu. Hins vegar var fylgst með þróun hugbúnaðarlausnarinnar HomeVital Harmony sem hönnuð var í samstarfi við Heimahjúkrun á Akureyri og upplifun starfsfólks á þátttöku þeirra í því ferli skoðuð. Verkefnið er unnið í samstarfi við Sjúkrahúsið á Akureyri

Námið í stafrænni heilbrigðistækni er að miklu leyti þverfaglegt þar sem það þverar heilbrigðisfræði og tækni. Í náminu eru fleiri nemendur sem eru að vinna að tækniúrlausnum í samvinnu við heilbrigðisstofnanir.

Mikið er rætt um hvernig er hægt að nýta tæknina til að bæta heilbrigðisþjónustu og þetta nám er einn hlekkur í því. Þá er mikil eftirspurn eftir tækninámi á landsbyggðunum og þetta samstarf er partur af því að bregðast við því.

COMMENTS